Tengja saman Zoom og Panopto

Ef þú ert að nota Panopto miðlunarþjóninn á Canvas námskeiðinu þínu og ert að nota Zoom fyrir fjarfundi þá mælir Grettir Sigurjónsson á Upplýsingatæknisviði Háskóla Íslands með því að þú tengir Zoom og Panopto saman.

Í upptökunni hér þá sýnir Grettir okkur hvernig þú tengir Zoom við Panopto með því að fara í Panopto stillingarnar þínar. Þetta er eitthvað sem þú þarft bara að gera einu sinni.

Grettir mælir með að þú notir My folder á Panopto og þaðan afritar þú upptökurnar inn á rétt námskeið.

Ef þú gerir þetta þá fara upptökur sjálfkrafa inn á Panopto miðlunarþjóninn í þína möppu (My folder) og líka á Zoom skýið. Það er ákveðið öryggi í þessu og flýtir fyrir þér að koma Zoom upptökum inn í Canvas námskeið.

Þú getur líka skoðað upptökuna á vefslóðinni: https://hi.cloud.panopto.eu/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=7fce58d5-b069-46e3-b07b-aca60172a6e3