Þegar þú þiggur boð um að koma inn í vinnustofu í Zoom þá gæti verið að þú myndir lenda í biðstofu þar til kennarinn mætir.
Kennarar eru með mismunandi stillingar á forritinu og annaðhvort ferðu beint inn í vinnustofuna (og getur þá verið fyrst/ur). Þarft þá að bíða þolinmóð/ur eftir að fleiri mæti. Kennarinn gæti komið inn á eftir þér ásamt samnemendum.
Þú gætir einnig, komið inn í biðstofu. Sjá skjámynd hér fyrir neðan. Þá kemstu ekki inn í sjálfa Zoom vinnustofuna heldur þarft að bíða þar til kennarinn (eða sá sem stofnaði Zoom hittinginn mætir).
Fara inn á fund sem búið er að bjóða þér á
Efst í Zoom forritinu (e. Zoom Client) þínu, áttu að geta séð næsta fund sem er á dagskrá. Þar getur þú smellt á Join til að fara inn á fundinn.

Koma inn á biðstofu og bíða þar til fundurinn hefst
Þegar þú þiggur boð um að koma inn í vinnustofu í Zoom þá gæti verið að þú myndir lenda í biðstofu þar til kennarinn mætir.
Kennarar eru með mismunandi stillingar á forritinu og annaðhvort ferðu beint inn á fundinn/í kennslustofun (og getur þá verið fyrst/ur). Þarft þá að bíða þolinmóð/ur eftir að fleiri mæti. Kennarinn gæti komið inn á eftir þér ásamt samnemendum.
Þú gætir einnig, komið inn í biðstofu. Sjá skjámynd hér fyrir neðan. Þá kemstu ekki inn í sjálfa Zoom vinnustofuna heldur þarft að bíða þar til kennarinn (eða sá sem stofnaði Zoom fundinn/kennslustofuna mætir).

Prófa hljóðið í tölvunni
Á meðan þú bíður er mælt með að þú farir yfir hvort hljóðneminn og hátalarinn í tölvunni eða snjalltækinu virkar. Til að gera það smellir þú á Test Computer Audio

Valmöguleikar varðandi hljóðstillingar og hljóðprófanir
Þegar valið var að prófa hljóðnema og hátalara þá opnaðist gluggi sem sýnir hvaða hljóðnemi og hátalari eru valinn, gefur möguleika á að smella á prófa hátalara og prófa hljóðnema.
Þar fyrir neðan eru síðan nokkrar stillingar sem vert er að gefa gaum.
- Að nota hljóðið í gegnum tölvuna strax og Zoom vinnustofan byrjar (e. join audio by computer).
- Að hafa slökkt á hljóðnemanum (e. Mute microphone) þegar Zoom vinnustofan hefst.
- Að leyfa stereo. Mælum með að hafa slökkt á því nema um sé að ræða tónlist sem á að vinna með.
- Að leyfa að bilslánni (e. SPACE key) sé haldið niðri tímabundið til að kveikja á hljóðnema á meðan að þú sjál/ur talar á vinnustofunni.
- Þýðir að ef þú ert með slökkt á hátalaranum, þá getur þú haldið bilslánni niðri á meðan þú talar, þe. kveikir á hljóðnemanum (unmutar þig).

Valmöguleikar varðandi hljóðstillingar og hljóðprófanir
Þegar valið var að prófa hljóðnema og hátalara þá opnaðist gluggi sem sýnir hvaða hljóðnemi og hátalari eru valinn, gefur möguleika á að smella á prófa hátalara og prófa hljóðnema.
Þar fyrir neðan eru síðan nokkrar stillingar sem vert er að gefa gaum.
- Að nota hljóðið í gegnum tölvuna strax og Zoom vinnustofan byrjar (e. join audio by computer).
- Að hafa slökkt á hljóðnemanum (e. Mute microphone) þegar Zoom vinnustofan hefst.
- Að leyfa stereo. Mælum með að hafa slökkt á því nema um sé að ræða tónlist sem á að vinna með.
- Að leyfa að bilslánni (e. SPACE key) sé haldið niðri tímabundið til að kveikja á hljóðnema á meðan að þú sjál/ur talar á vinnustofunni.
- Þýðir að ef þú ert með slökkt á hátalaranum, þá getur þú haldið bilslánni niðri á meðan þú talar, þe. kveikir á hljóðnemanum (unmutar þig).

Að prófa hátalara
Til að prófa hátalara í tækinu sem þú ætlar að nota til að fara inn í Zoom vinnustofu.
Þú smellir á Test Speaker
Getur valið þar hvaða hátalara þú ætlar að nota og prófa. Oftast er bara einn hátalari en stundum fleiri. Ef eru fleiri getur þú farið á milli þeirra og síðan valið þann sem heyrist besta hljóðið úr.
Same as System og Built-in Output (Internal Speakers) er hér einn og sami hátalarinn.
Hér (sjá skjámyndina hér fyrir neðan) sýnir tölvan einnig hljóðnemann, sem er ekki hátalari. Betra að forðast að hafa hann valinn sem hátalara.

Hér fer prófunin fram. Birtast rauðir kassar í Output Level sem sýna styrkinn í hljóðinu sem heyrist.
Getur stillt hversu hátt það spilast í Output volume.
Þegar þú ert sátt/ur við hljóðið sem heyrist þá smellir þú á Stop.

Að prófa hljóðnema
Til að prófa hljóðnema í tækinu sem þú ætlar að nota til að fara inn í Zoom vinnustofu.
Þú smellir á Test Mic
Getur valið þar hvaða hljóðnema þú ætlar að nota og prófa. Ef þú ert ekki með einhverja auka hljóðnema eða vefmyndavélar tengdar við tækið þá er oftast bara einn hljóðnemi í boði. Þeir sem þú tengir við birtast þarna. Þú getur farið á milli þeirra og síðan valið þann sem skilar þínu hljóði/tali best.
Same as System og Built-in Microphone (Internal Microphone) er hér einn og sami hljóðneminn.
Á skjámyndinni hér fyrir neðan er hægt að sjá að ég er með tengdan hljóðnema við tölvuna og hann er USB tengdur. Hann er það sem ég vil prófa svo ég hef hann valinn.

Smelli á Test Mic

Ég tala og upptaka á hljóðinu byrjar.

Hljóðið / talið spilast og ég get hlustað eftir því hvernig gæðin á því eru.
Ef ég er ekki sátt get ég valið annan hljóðnema (ef hann er í boði) og prófað hann. Ég get líka stillt og fínpússað Input Volume með því að draga til punktinn frá ekkert hljóð í hæsta hljóðinntaka.

