Viðmót forritsins ZOOM

Hér er farið í viðmótið á ZOOM forritinu í tölvu. Miðað er við að búið sé að hala forritinu niður og setja upp í tölvunni.

Forritið birtist í litlum glugga sem er kallaður Zoom Client og frá þeim glugga er hægt að búa til Zoom fundi, skipuleggja Zoom fundi fram í tímann og að fara inn á Zoom fundi sem aðrir bjóða manni á.

Viðmótið sem er skýrt hér út, er því það viðmót í forritinu sem maður vinnur í, áður en maður býr til eða fer inn á Zoom fund.

Settings stýrihjólið