Ná í Zoom plugin fyrir Outlook

Til að finna Zoom viðbótina (e. plugin) við Outlook þá þarf að fara inn í Advanced Feature stillingarnar í Zoom. Það er hægt að komast í þær frá nokkrum ólíkum stöðum. Ein leiðin er að fara beint inn á aðganginn þinn hjá Zoom.

Þú opnar vafra, ferð á heimasíðu Zoom og skráir þig inn.

Skrá sig inn á Zoom.us í gegnum vafra

Á fyrstu síðunni sem þú kemur inn á, þar sem eru stillingar fyrir fundi, er neðarlega á síðunni Zoom viðbót (e. plugin) sem heitir Microsoft Outlook Plugin.

Þú smellir á viðbótina til að ná í hana.

Inni á Advanced Settings fyrir fundi er hægt að finna Outlook plugin, velja og setja upp

Þú setur upp viðbótina í tölvunni.

Zoom outlook plugin setup wizard

Eftir að þú ert búin(n) að setja viðbótina upp þá eru komnir tveir viðbótarvalmöguleikar í Outlook sem heita Scedule a meeting og Start instant meeting.

Outlook með zoom fundarbókunar plugini uppsettu. Bætast tveir takkar við til að bóka zoom fundi