Fræðsla um Zoom
Fyrstu skrefin
Nota Zoom inni í Canvas
Zoom forritið
Zoom fjarkennslustofan
Stillingar
Tengja Zoom við Panopto
Outlook
Upptaka á fyrirlestrum í Zoom
- Hvernig er hægt að nota Zoom til að taka upp fyrirlestra (með eða án glæra). Á ensku. Höf. Thomas Brorsen Smidt, Hugvísindasviði.
Deila Zoom upptökum
Upplýsingatæknisvið þjónustar Zoom og hægt er að senda fyrirspurnir og beiðnir um aðstoð vegna forritsins í gegnum Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs.
Kennarar geta fengið kennslu á forritið frá starfsmönnum á Kennslusviði og geta sent inn beiðni um slíka kennslu til Þjónustugáttar Upplýsingatæknisviðs eða sent netpóst á setberg@hi.is.

Spurt og svarað um Zoom
Þú byrjar fundinn þinn í Zoom
Þar velur þú Share Screen
Þú byrjar á að velja desktop eða annað sem þú ætlar að deila til nemenda. Síðan hakar þú við Share Computer Sound og smellir á Share. Þá eiga nemendur að geta séð það sem þú ert að deila og ef ert að spila í tölvunni eitthvað með hljóði, þá eiga nemendur að geta heyrt það.
Ef þú ert með ókeypis leyfi þá getur þú verið með 100 nemendur í kennslustund. Þú getur búið til eins margar kennslustundir og þú vilt en hver og ein getur aldrei farið yfir 40 mínútur.
Ef þú ert með education leyfi fyrir Zoom frá Upplýsingatæknisviði Háskóla Íslands þá getur þú verið með kennslustund í Zoom með allt að 300 nemendum í ótakmarkaðar margar mínútur/klukkustundir.
Nei, bara sá sem býr til og boðar fjarfundinn þarf að hafa forritið uppsett á tölvunni hjá sér eða Zoom-appið í snjalltækinu, ásamt því að hafa sett upp aðgang hjá Zoom með netfanginu sínu og búið til lykilorð - https://zoom.us. Athugið að Uglu netfang og lykilorð er ekki að virka hjá Zoom en þú getur stofnað aðgang hjá þeim og notað hi-emailið þitt og Uglu lykilorðið.
Þeir sem eru boðaðir á Zoom-fund þurfa ekki að vera með Zoom forritið eða appið uppsett eða hafa búið sér til aðgang á Zoom.us.
Oftast þegar fundir eru boðaðir fá þátttakendur bæði vefslóð og meeting id. Þeir sem ekki eru með forritið uppsett nota vefslóðina í vafra. Hinir sem eru með forritið uppsett nota meeting id.
Háskólaaðgangurinn (hi-netfang og lykilorð sem er notað í Uglu) er ekki tengt við Zoom.
Hver sá sem nær í Zoom forritið og setur upp í tölvunni sinni eða snjalltæki, þarf alltaf að byrja á að búa sér til aðgang á https://zoom.us/signup
Ef þú ert kennari við Háskóla Íslands getur þú fengið education leyfi frá Upplýsingatæknisviði Háskólans.
Til að fá hann þarftu að senda beiðni um að fá hann í gegnum Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs.
Skoðaðu leiðbeiningar frá Upplýsingatæknisviði Háskóla Íslands áður en þú sækir um aðganginn.
Þú sem kennari, gestgjafi eða stofnandi fundarins, getur veitt öðrum kennara eða samstarfsmanni réttindi til að stjórna fundinum með þér.
Þú ferð í Manage participants sem er neðst í fundarglugganum. Þá opnast hvítur gluggi við hægri hlið fundargluggans ef fundurinn er ekki í full screen. Ef hann nær yfir allan skjáinn opnast gluggi með öllum þátttakendum einhversstaðar í sérglugga á skjánum.
Í þessum glugga eru allir þátttakendur á fundinum. Þú velur þann eða þá aðila sem þú vilt að verði meðstjórnendur á fundinum og breytir hlutverki hans/þeirra í co-host.
Meðstjórnandi (e. co-host) fær þá vald til að taka upp og múta þátttakendur.
Meðstjórnandi (e. co-host) getur stjórnað upptöku og slökkt eða kveikt á hljóðnemum þátttakenda (e. mute/unmute).
Annað fer eftir stillingum þess sem býr fundinn til. Algengast er að leyft sé að allir sem eru á fundi geti deilt sínum skjá eða forriti sem er opið í tölvu hjá viðkomandi þátttakenda. Í sumum tilfellum er bara leyft að stjórnandi og meðstjórnandi geti deilt skjá.
Það er einnig stillingaratriði ef leyft er að allir deili skjá, að bara stjórnendur geti tekið deilinguna af, þe. annaðhvort slökkt á henni eða tekið yfir og deilt sínum skjá.
Meðstjórnandi fær ekki aðgang að hópskiptiherbergjum (e. BreakOut rooms). Einungis gestgjafinn (e. host) sjálfur hefur aðgang að þeim og getur farið á milli hópa.
Í augnablikinu þá leyfir aðgangur HÍ bara Host að stýra BreakOut rooms, skipta nemendum niður í hópa og herbergi og fara á milli hópa.
Host á að geta veitt öðrum í kennslustofunni co-host réttindi og sá aðili á þá að fá sömu réttindi og host til að stýra og fara á milli hópa/herberga í BreakOut rooms.
Þetta er eitthvað sem við erum að skoða varðandi leyfið okkar og admin stillingar.
Já, ókeypis leyfið, leyfir Host að skipta nemendum í hópa í BreakOut rooms. Ef BreakOut rooms er ekki valmöguleiki í valstikunni í glugganum sem hýsir kennslustofuna, er ástæðan sú að það þarf að kveikja á BreakOut rooms í Advanced stillingunni á Zoom.
Tryggvi Thayer Kennsluþróunarstjóri á Menntavísindasviði fékk spurningu um öryggi Zoom og samskipta þar vegna athugasemda sem voru gerðar í Morgunþættinum á RÚV 1. aprí 2020 (1:43:40).
https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunthattur-rasar-1-og-2/30218/905pld). Þar var verið að vara við notkun Zoom við vissar aðstæður.
Hér er svar Tryggva og nokkrar almennar þumalputtareglur varðandi netöryggi:
Zoom hefur verið mikið í umræðu undanfarið vegna vinsælda þess í kjölfar veirufaraldsins og einmitt margt af því sem rætt er um í þessu viðtali komið þar upp. Sumu hafa aðilar á bak við Zoom svarað og brugðist við, t.d. varðandi miðlun persónugagna til Facebook. Það átti það aðeins við um útgáfu hugbúnaðarins á iOS tækjum (iPad & iPhone) og hefur verið lagað. Annað, eins og öryggi gagnvart því að óviðkomandi komist inn á Zoom fundi, tengist margt frekar netöryggi notenda og á ekki sérstaklega við um Zoom – þ.e. að fara varlega með okkar notendanöfn & leyniorð, vera viss um að þjónusta sem við erum að skrá okkur inn á sé sú sem við teljum hana vera (þ.e. að við erum ekki að skrá okkur inn á gervivef sem er að þykjast vera Zoom vefur) og þess háttar.
Hvað varðar það að stjórnendur geti hlerað fundi – þetta hef ég ekki heyrt og finnst hæpið að þeir gætu gert það án þess að fundargestir yrðu þess varir.
Eitt sem Zoom hefur verið gagnrýnt fyrir er að gefa sig út fyrir að vera öruggari en er í raun. Þegar við fundum í gegnum Zoom sést lítil mynd af grænum lás með „E“ (encrypted = dulkóðun) í miðjunni í efra vinstra horni. Þetta á að gefa til kynna að við séum með lokaða og varða tengingu við aðra fundargesti, þ.e. að ef utanaðkomandi tækist að hlera það sem fer á milli myndi hann aðeins heyra og sjá bull vegna þess að hann er ekki með lykla sem þarf til að afkóða gögnin sem eru að fara á milli fundargesta. Þetta er samskonar dulkóðun og notuð er t.d. þegar við erum í netsambandi við einkabanka okkar á netinu – við erum með beina dulkóðaða tengingu við tölvu bankans sem utanaðkomandi geta ekki hlerað. Hins vegar vilja sumir tölvugúrúar meina að dulkóðunin í Zoom sé ekki um beintengingu milli einstakra fundargesta heldur aðeins milli einstaklinga og tölvukerfis Zoom. Þetta gæti mögulega haft í för með sér að aðilar sem hafa aðgang að tölvukerfum Zoom gætu náð gögnum þar sem þau flytjast á milli dulkóðaðra tenginga einstaklinga við tölvukerfi Zoom, sem væri ekki hægt ef dulkóðaða tengingin væri bein milli fundargesta. Að nýta sér þennan veikleika, sem er ef rétt er vissulega veikleiki, er ekki eitthvað sem hver sem er getur gert.
Eins og ég segi hefur mikið verið rætt um Zoom undanfarið af eðlilegum ástæðum. En það sem er fjallað um í þessu útvarpsviðtali á við um allt sem við gerum á netinu, ekki bara Zoom. Við þurfum að vera meðvituð um það sem við erum að gera og hafa í huga hversu mikið traust er eðlilegt að bera til þeirra sem bjóða upp á þær þjónustur sem við notum.
Nokkrar gagnlegar þumalputtareglur:
- Er vefurinn sem þú ert að skrá viðkvæmar upplýsingar á (notandanafn, leyniorð, persónulegar uppl., o.fl.) örugglega sá sem þú telur hann vera?
- Auðvelt er að búa til lén á netinu sem líkist léni annarra og þetta er oft notað til að komast yfir persónuupplýsingar, t.d. „landsbankinn.com“ í staðinn fyrir „landsbankinn.is“. Þetta hefur Zoom þurft að glíma við. Zoom notar ýmisleg skrýtin lén en þau enda alltaf á „zoom.us“. „Zoom.net“ eða „Zooom.us“ eru á vegum allt annarra aðila.
- Það er líka auðvelt að útbúa tengla í skjölum, t.d. ritvinnslu skjölum eða tölvupóstum, sem líta út fyrir að vera allt annað en þeir eru. Ég get t.d. sett texta í tölvupóst sem segir „landsbankinn.is“ sem í raun tengist „landsbankinn.com“ þegar smellt er á hann. Ef við smellum á eitthvað í einu skjali sem opnar glugga í öðru skjali ættum við alltaf að skoða vel netslóðina sem við endum á til að vera viss um að við séum á þeim stað sem við teljum okkur vera.
- Hversu mikið treystirðu þeim sem býður upp á þjónustuna sem þú ert að nota?
- Netið í heild sinni er opinber vettvangur. Ýmsir aðilar hafa búið til hólf inn á þessum opinbera vettvangi sem við getum nýtt til samskipta og gagnaflutninga. Sumum þessum aðilum treystum við vel, t.d. bankanum okkar. Öðrum treystum við minna, t.d. sumir samfélagsmiðlar. Enn öðrum höfum við enga ástæðu til treysta, t.d. þeim sem útbúa leiki og persónleikapróf á Facebook ( ). Við þurfum að haga netnotkun okkar í samræmi við það traust sem aðilar hafa áunnið sér.
- Aldrei gera neitt á netinu sem þú myndir ekki gera á Lækjartorgi um miðjan dag nema að þú sért fullviss um að tengingin sem þú ert að nota er fullkomlega örugg.
- Við eigum alltaf að haga okkur á netinu í samræmi við það hversu örugg við teljum okkur vera. Það eru til samskiptatól sem eru mjög örugg, t.d. Signal eða Telegram, en oftast höfum við takmarkaðar upplýsingar um hversu örugg tólin eru sem við notum.
- Zoom er sæmilega öruggt en líklega ekki gallalaust. Ég myndi segja að Zoom sé nokkurn veginn eins og að vera að funda í lokuðum kassa á Lækjartorgi um miðjan dag: sennilega veit engin hvað er að gerast þarna inni en við vitum ekki hver smíðaði kassann og hvort hann gleymdi að kítta í eitt gat, eða skildi eftir hljóðnema undir gólffjöl, o.s.frv.
- Vertu meðvitaður um þitt stafræna umhverfi.
- Ef einhver stingur upp á að nota nýtt app eða samfélagsmiðil taktu smá tíma til að kanna það nánar. Af hverju ættirðu að nota nýja tólið? Á hverra vegum er það? Hvað á það að hafa umfram það sem þú hefur áður notað?
- Ef beðið er um persónulegar eða leynilegar upplýsingar – af hverju ættirðu að láta þær af hendi? Ef viðkomandi gefur þér ekki val um hvort þú lætur þær af hendi eða ekki – er þá virkilega þess virði að nota viðkomandi þjónustu?
- Áður en þú ákveður hvort tiltekinn miðill, app, eða þjónusta er nægilega örugg fyrir það sem á að nota það fyrir, hugsaðu um þá sem þú kemur til með að nota þjónustuna með. Veikasti hlekkurinn í tölvuöryggi er alltaf mannveran – lang flest öryggisbrot tengd samskiptatækni má rekja til þess að einhver gaf frá sér upplýsingar til aðila sem hefði ekki átt að fá þær, þ.e. þeir nýttu þær í eigin þágu eða deildu áfram til annarra í leyfisleysi.