Matskvarði um vettvangsnám

Einkunn Samskipti og samstarf við heimaskóla Einkunn Samskipti, skipulagning og færni í vinnu með börnum Einkunn Þróun starfshæfni, persónuleg og fræðileg ígrundun (starfskenning)
  Þáttur nema í samstarfi við starfsfólk leikskólans þ.m.t. ábyrgð, virkni, frumkvæði, stundvísi, sveigjanleiki o.fl.   Hvernig nemi sýnir hæfni til samskipta við börn; að stuðla að námi og færni barna þ.m.t. að skipuleggja, framkvæma og meta starf með börnum eftir því sem við á   Hvernig nemi þróar eigin hugmyndir, sýn og viðhorf til starfsins og sín sem verðandi fagmanns.
  Kemur vel undirbúin fyrir nám á vettvangi og sýnir áhuga, virkni, sjálfstæði og ábyrgð á eigin námi.     Notar tækifæri sem upp koma í daglegu starfi til að kynnast börnunum og fá innsýn í þroska þeirra, þarfir og áhugasvið.     Er virk í umræðum um uppeldi og nám í leikskóla. Tilbúin að ræða kosti og galla mismunandi aðferða í leikskólastarfi og færa rök fyrir afstöðu sinni.
  Sýnir áhuga og virðingu í samskiptum sínum við samstarfsfólk og foreldra.   Sýnir hæfni til að stuðla að samskiptum og færni barna og hvetja til leiks og skapandi verkefna.   Sýnir skilning á því að samstarfsfólk hefur ólíka sýn á leikskólastarfið.  
  Leggur sig fram um að setja sig inn í hugmyndafræði og starfshætti leikskólans.     Aðlagar viðfangsefni og verkefni að daglegu starfi leikskólans (forsendum) og barnahópum hverju sinni.     Hefur sýnt frumkvæði í að láta reyna á eigin hugmyndir/starfskenningu.
  Nýtir sér námstækifæri sem upp koma í daglegu starfi.     Hefur yfirsýn yfir þætti sem hafa áhrif á skipulag, daglegt starf og nám barna í leikskóla.     Hefur sýnt hæfni til ígrundunar á eigið hlutverk (sjálfsmat) í samstarfsferlinu, sem nemi og verðandi leikskólakennari.  
  Sýnir frumkvæði og gengur í öll störf t.d. borðhald, leik úti/inni, samverustund, hópastarf, fataherbergi, o.s.frv.   Sýnir færni í að skipuleggja og halda utan um starf með börnum.   Hefur lagt sig fram um að miðla þekkingu sinni og útskýra starfshætti fyrir samstarfsfólki.
  Sýnir stundvísi og sveigjanleika almennt og vegna funda og verkefna. Samvinna og samskipti til fyrirmyndar.   Gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að hafa samhengi milli markmiða framkvæmdar og mats í einstökum verkefnum og skipulagi almennt.      
      Er virkur í að leita leiða til að efla samskiptafærni og tengsl barna við önnur börn og fullorðna.    

Notkun: Setjið viðeigandi tölustaf framan við viðmið til að gefa einkunn: 5 = Mjög gott, 4 = Gott, 3 = Má bæta, 1-2 = Ófullnægjandi