Efnisatriði | Þarf að bæta | Fullnægjandi | Í góðu lagi | Frammúrskarandi |
Skilningur | Á erfitt með að gera grein fyrir lykilatriðum lesefnis. (5 stig) | Gerir grein fyrir meginatriðum lesefnis og sýnir fram á skilning. (10 stig) | Gerir góða grein fyrir meginatriðum lesefnis og sýnir góðan skilning á lykilhugtökum. (15 stig) | Hefur afar góð tök á meginatriðum lesefnis og sýnir djúpan skilning á lykilhugtökum. (20 stig) |
Umfjöllun | Umfjöllun einkennist mest af endursögn og nemandi leggur ekki sjálfstætt mat á viðfangsefni. Lítil sem engin tengsl við lesefni námskeiðs. (5 stig) | Nemandi getur fjallað um viðfangsefnið af skilningi og gagnrýnni hugsun. Tengir umfjöllun sína lesefni námskeiðs. (10 stig) | Nemandi fjallar um viðfangsefnið af góðum skilningi og setur fram gagnrýnar niðurstöður. Góð tengsl við lesefni námskeiðs. (15 stig) | Umfjöllun einkennist af skörpum skilningi og gagnrýnni hugsun. Mjög góð tengsl við lesefni námskeiðs. (20 stig) |
Samfella | Umfjöllun takmarkast við fá atriði eða tæpt á mörgum atriðum án þess að gera nokkru fyllilega skil. Stutt og rýrt. (5 stig) | Nemandi gerir grein fyrri öllum helstu viðfangsefnum námskeiðs. (10 stig) | Umfjöllun nemandans nær til allra þátta námskeiðs og þeim eru gerð góð skil. (15 stig) | Farið er skipulaga í alla þætti misserisins og þeim gerð góð skil. Ítarleg umfjöllun frá mörgum hliðum. (20 stig) |
Framsetning og frágangur | Framsetning efnis gerir lesanda erfitt um lestur. Frágangur og stafsetning er slök. (5 stig) | Uppsetning dagbókar í lagi og texti læsilegur, stafsetning og frágangur í góðu lagi. (10 stig) | Uppsetning dabókar skýr og skipulögð. Textinn vel settur fram og réttur. (15 stig) | Afar vel skrifuð dagbók og auðvelt fyrir lesanda að átta sig á aðalatriðum. Texti lipur og rétt skrifaður (20 stig) |
Sköpun og frumleiki | Nemandi nálgast efnið hlutlaust og segir frá án þess að glæða efnið lífi, eigin reynslu, skilningi eða skoðunum. (5 stig) | Nemandi segir frá meginatriðum og tengir lesefnið eigin sjónarmiðum og viðhorfum. (10 stig) | Nemandi tengir lesefnið vel við eigin reynslu og setur efnið fram á sjálfstæðan hátt. (15 stig) | Nemandi nálgast efnið á sjálfstðan hátt. Umfjöllun ber vott um djúpan skilning á efninu, innsæi og sjálfstætt, gagnrýnið mat. (20 stig) |
Samtals | af 100 stigum |